Verkið var framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum 2013. Á málþinginu verður rætt um tengingar og hliðstæður í verkum Katrínar við aðferðir arkitektúrs.

Í verkinu Undirstaða tekst Katrín á við hugmyndir um stað og samhengi hans. Áþreifanleiki staðarins og birtingarmyndir hans í verkinu eru einn lykill að lestri á því. Tilfærsla verksins í tíma og rúmi, frá Feneyjum til Reykjavíkur, opnar sömuleiðis fyrir skynjun á byggingar- og sögulegu samhengi þess. 

Á málþinginu verður pallborðsumræða með þátttöku 4  arkitekta sem hafa unnið með Katrínu að verkum hennar eða þekkja vel til þeirra. Þar munu þátttakendur ræða um framsetningu rýmis og skírskotun í arkitektúr við mótun og uppbyggingu verka Katrínar. Þá ætlar Julian E. Bronner listblaðamaður hjá Artforum ræða um verkið Undirstöðu við listamanninn.

Þátttakendur: Pétur H. Ármannson arkitekt, Sigrún Birgisdóttur, deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, Julian E. Bronner, blaðamaður hjá Artforum, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir, arkitektar hjá Arkibúllunni.  Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar flytur inngang.

Málþingið hefst kl. 13 og fer fram á íslensku og ensku. Ókeypis aðgangur.

Dagskrá:

13:00
Inngangur:
Einar Örn Benediktsson

13.15-14.30
Pallborðsumræður:
Pétur H. Ármannsson, Hólmfríður Ósmann Jónsdóttir og Hrefna Björg Þorsteinsdóttir.
Sigrún Birgisdóttir leiðir umræður.

14.30-15.00
Kaffihlé

15.00-16.00
Katrín Sigurðardóttir í samtali við Julian E. Bronner