Síðasta vetur vann skipaður starfshópur sem var ætlað það hlutverk að skýra og skerpa á hlutverki félagsins. Niðurstaða þeirrar vinnu voru m.a. tillögur að breytingum á samþykktum félagsins.  Síðan hefur stjórn félagsins unnið að því að útfæra þessar breytingartillögur og eru þær nú til kynningar á vefsíðu félagsins:

Stjórn hvetur alla félagsmenn til að kynna sér þessar breytingar og láta sig þær varða.
Töluverðar breytingar hafa átt sér stað undanfarin tvö ár í stjórnunarteymi Listaháskólans og það sama er fyrirsjáanlegt hjá Félagi um Listaháskóla.  Á sama tíma og nýjar samþykktir verða boðnar undir aðalfund kveðja þrír stjórnarmenn félagsins og búa þannig til pláss og undirstöðu fyrir nýja stjórnarmenn að leiða félagið og Listaháskólann inn í nýtt þroskaskeið.

Á fundinum verður kosið í stjórn félagsins og í stjórn Listaháskóla Íslands. Kosnir verða þrír fulltrúar í stjórn félagsins til 2ja ára. Árni Heimir Ingólfsson, Jóhann Sigurðsson og Kristinn E. Hrafnsson gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu.  Einnig verður kosið um varamann.

Kosið verður í eitt sæti til 3ja ára í stjórn LHÍ en Jón Ólafur Ólafsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Einnig verður kosið um varamann.

Gefi félagsmenn kost á sér til stjórnasetu er æskilegt að þeir láti vita fyrir 1. desember  með því að hafa samband við formann félagsins, Jóhann Sigurðsson í síma 696-9905 eða í tölvupósti: .

Félagsmenn eru vinsamlega beðnir að senda netfang sitt og heimilisfang á netfangið flhi [at] lhi.is (efni/subject: félagalisti) svo hægt sé að uppfæra félagalista.

Rétt til setu á fundum félagsins hafa einungis skuldlausir félagar og nýir félagar sem hafa skráð sig í félagið og greitt félagsgjöld viku fyrir fund. Sbr. 8. grein samþykkta félagsins.

 Dagskrá aðalfundar:

  1. Skýrsla stjórnar
  2. Reikningur liðins starfsárs
  3. Skýrsla um starfsemi Listaháskóla Íslands
  4. Kosning í stjórn félagsins
  5. Kosning í stjórn Listaháskóla Íslands
  6. Breytingar á samþykktum
  7. Ákvörðun félagsgjalds
  8. Önnur mál

Núverandi stjórn Félags um Listaháskóla Íslands skipa:

Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarmaður
Halla Helgadóttir, grafískur hönnuður
Jóhann Sigurðsson, arkitekt (formaður)
Kristinn E. Hrafnsson, myndlistarmaður
Sigurþór Heimisson, leikari
Sigurður Einarsson, arkitekt (varamaður í stjórn)

 Núverandi fulltrúar FLHÍ í stjórn Listaháskóla Íslands eru:

Anna Líndal, myndlistarmaður
Jón Ólafur Ólafsson, arkitekt
Kolbeinn Einarsson, tónskáld