A graduation work by Matthías Tryggvi Haraldsson. 
 
//
 
Griðastaður er einleikur um dauðleikann, fjöldaframleiðslu húsgagna, Billy-hillur, bældar tilfinningar, mömmur, sænskar grænmetisbollur, fyrrverandi kærustur, krúttlegar skjaldbökur, einsemd, sniðugar kryddhillur, dauðann, Nockeby-sófa, lífið, sorgina og fleira. Allir deyja leikfélag þakkar Ikea kærlega fyrir sýndan stuðning. 

Verkið er útskriftaverk Matthíasar Tryggva Haraldssonar nema á sviðshöfundabraut. 

Handrit og leikstjórn: Matthías Tryggvi Haraldsson
Á sviði: Jörundur Ragnarsson
Dramatúrgía: Eydís Rose Vilmundardóttir og Jökull Smári Jakobsson
Tónlist: Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir
Leikmynd og ljós: Hópurinn í samstarfi við Egil Ingibergsson og Guðmumd Felixson

Matthías Tryggvi Haraldsson útskrifaðist frá Menntasskólanum í Reykjavík árið 2014. Hann þýddi og staðfærði óperuna Doctor Faustus Lights the Lights eftir Gertrude Stein með Herranótt, leikfélagi skólans, og hefur verið virkur við handritaskrif og þýðingar síðan. Samhliða námi á sviðshöfundabraut við LHÍ starfar hann sem fréttamaður í afleysingum hjá Ríkisútvarpinu. Hann er einn af stofnendum HATARA en sveitin hefur tvisvar í röð verið titluð „besta tónleikasveit ársins“ á tónlistarverðlaunum Reykjavik Grapevine og vakið athygli fyrir ögrandi og metnaðarfulla sviðsframkomu. Matthías hefur áhuga á þversagnakenndri tilvist manneskjunnar.