INFORMATION ONLY IN ICELANDIC
Hrafnkell Flóki Kaktus Einarsson er fæddur og uppalinn í Reykjavík. Í leikskóla fékk hann áhuga á því að læra á fiðlu og hóf nám við Suzuki skólann í Reykjavík hjá Ásdísi Strauss.
Sjö ára gamall byrjaði Hrafnkell svo í trompet námi við Lúðrasveit Vesturbæjar og fór svo að fiðlan var að lúta fyrir trompetinu.
 
Næsta áratug var lúðrasveita starf stór partur af lífi Hrafnkels, en á unglingsárunum byrjaði hann að spila með Lúðrasveit Reykjavíkur.

 

Hrafnkell færði sig yfir í Tónlistarskóla Reykjavíkur fyrir frekara trompetnám 2007 hjá Eiríki Erni Pálssyni. Dvölin í Tónlistarskóla Reykjavíkur var stutt,
því eftir að hafa verið fenginn til láns í Stórsveit FÍH var ekki aftur snúið. Hrafnkell var við nám við tónlistarskóla FÍH frá 2009 - 2011 áfram hjá Eiríki. Samhliða þessu sótti Hrafnkell gítar- og spunatíma hjá Halldóri Bragasyni.
Jafnframt hefðbundnu tónlistarnámi hefur Hrafnkell samið tónlist með Guðlaugi Einarssyni síðan þeir kynntust á listnámsbraut í Borgarholtsskóla fyrst sem Captain Fufanu og síðar Fufanu.
Stefndi Hrafnkell á höfuðstað tekknónlistar í Köln til frekari afreka en örlögin höguðu því að hann hóf nám í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Atla Ingólfssonar.