Hestar og drekar
Sindri Dýrason

Málverkasýning og innsetning með ýmsum senum sem minna á miðaldir og ævintýri þeirra tíma. Sólin er hátt á lofti. Hesturinn passar sig að ganga undir trjánum svo drekinn sjái hann ekki og kveiki í skóginum. Hann gengur þar til hann er kominn djúpt inn í miðju skógarins, lítur upp og sér ekkert nema rakar greinar og blöð sem eru svo græn að þau eru eiginlega sjálflýsandi. Hann fyllist ró, leggst niður og sofnar. Hann dreymir um að drepa drekann.

Facebook viðburður

sindri.jpeg

Sindri Dýrason

Ég heiti Sindri Dýrason og er á þriðja ári í myndlist BA við Listaháskólann. Ég hef mikinn áhuga á myndlist og öllu sem tengist henni- hvort sem það er mín persónulega för inn í þennan heim eða allt fólkið í kringum hann. Ég mála aðallega þessa dagana en hef einnig áhuga á tónlist, gjörningalist og innsetningum.