Graduation work by Hallveig Kristín Eiríksdóttir

//

 

Brugðið til beggja vona er útskriftarverk Hallveigar Kristínar Eiríksdóttur af Sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. Verkið er samsköpunarverk allra sem að því koma. 

Undanfarnar vikur hefur hópurinn litið í eigin barm og skoðað hinar ýmsu leiðir sem við sem vestrænar konur (og Jón) förum að því að reyna að bjarga umhverfinu í amstri hversdagsleikans. Niðurstaðan rannsóknarinnar er sú að það er víst kominn nýr og meðfærilegur efnarafall fullur af örverum og eggjahvítu sem getur umbreytt pissi í vatn og rafmagn, og svo er víst einhver tóner í ljósritunarvélum sem framleiðir óson ef maður ljósritar undir berum himni. Annars er verðið í sundlaugum úti á landi farið að hækka upp úr öllu valdi, hver tímir 1700 kalli á haus?