Frá fagstjóra söngnáms

Söngnám við Listaháskóla Íslands er þriggja ára nám á bakkalárstigi og lýkur með BA gráðu. Námið miðað að því að hver nemandi geti þróað sína sérstöðu sem flytjandi og listamaður. Kjarni námsins byggist á því að þjálfa heilbrigða söngtækni og að auka tækni, hæfni og gæði túlkunar flytjandans.

Námið fer fram í einkatímum og hóptímum auk þess sem nemendur fá fjölda tækifæra til að koma fram opinberlega sem veitir nemandanum aukið öryggi og færni sem flytjandi. Kjarni fræðigreina og fjölbreytt valnámskeið styðja við námið og veita nemandanum breiðan grunn fyrir sína persónulegu leið, fyrir frekara nám og störf sem söngvari, í kennslu og í öðrum greinum tónlistarinnar.

Hanna Dóra Sturludóttir