Tónlistardegi Halldórs Hansen, barnalæknis og tónlistarunnanda, verður fagnað í Salnum í Kópavogi, miðvikudaginn 12. júní kl. 17:30 en athöfnin fer að þessu sinni fram á afmælisdegi Halldórs.

Fram fer verðlaunaafhending úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen en frá árinu 2004 hafa verðlaun úr sjóðnum verið veitt ungu, framúrskarandi tónlistarfólki. 

Herdís Anna Jónasdóttir, söngkona, og Bjarni Frímann Bjarnason, píanóleikari flytja ljóðasöngva og aríur en Herdís Anna hlaut verðlaun úr Styrktarsjóði Halldórs Hansen árið 2006.

Sverrir Guðjónsson, söngvari, flytur erindið „Sunnudagar hjá Halldóri Hansen“ þar sem skyggnst er inn í fágætt plötusafn Halldórs en erindið byggir Sverrir á útvarpsþáttaröð sinni „Gullmolar – Söngstjörnur í lífi Halldórs Hansen“.

Boðið verður upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

Verið hjartanlega velkomin.