Tískusýning útskriftarnema í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands, fer fram þriðjudaginn 30. apríl kl. 19:00 í Flóa, Hörpu

Útskriftarnemar:
Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson
Julie Mølgaard Jensen
Kristín Áskelsdóttir
Sigmundur Páll Freysteinsson
Sigríður Ágústa Finnbogadóttir
Steinunn Stefánsdóttir
Þ. Sunneva Elfarsdóttir

 

Um útskriftarverkefnið: Nemendur vinna einstaklingsverkefni undir handleiðslu leiðbeinenda og þróa með sér persónulega afstöðu gagnvart því viðfangsefni sem þeir vinna með í námskeiðinu.

 
Fatahönnun fjallar um manninn og samband hans við fatnað, textíl, umhverfi og samfélög, í stóru samhengi og smáu. Fagið byggir á grunni hefða en er í eðli sínu samofið líðandi stund og hugmyndum okkar um framtíðina og lýsa verkefni nemenda til BA gráðu persónulegri, listrænni og jafnvel pólitískri afstöðu. - Katrín María Káradóttir, fagstjóri í fatahönnun: