Tilraunakvöld Listaháskóla Íslands í Mengi, mánudagskvöldið 15. október klukkan 20. Nemendur úr öllum deildum LHÍ koma fram og flytja margvísleg verk í vinnslu en kvöldin eru hugsuð sem vettvangur fyrir kennara og nemendur skólans að máta verk sín inn í opinber rými og fyrir framan áheyrendur og áhorfendur.

Öll hjartanlega velkomin - aðgangur ókeypis.

Dagskrá tilraunakvölds 15. október:

  • Hanna Mia Mill / tónlistardeild: Lag #118 / úr verkefninu „Eitt lag á dag í eitt ár“
  • Sviðslista- og gjörningahópurinn SHE (Anna Margét Ólafsdóttir, Eygló Hilmarsdóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir): Fræg og lítt fræg þríeyki
  • Zofia Blanca Tomcyk and Jakub Kazimierz / sviðslistadeild: Hljóðspuni, vettvangsupptökur, myndefni
  • Íris Stefanía Skúladóttir / sviðslistadeild: Þegar ég fróa mér. Verk í vinnslu.
  • Andrés Þór Þorvarðsson / tónlistardeild: Labbiverk
    Flytjendur: María Sól Ingólfsdóttir / Hanna Mia Mill / Kári Hrafn Guðmundsson / Tryggvi Þór Pétursson / Vera Hjördís / Ingibjörg Elsa Turchi
  • MA-nemar í hönnun: The Icecream-Talkshow