Nýjasta tækni og mislyndi er útskriftarverkefni Stefáns Ingvars Vigfússonar nema á sviðshöfundabraut. 

 „Núna eru öll okkar samskipti til, ef ég fer á gamla skype-aðganginn minn og leita samtalið uppi get ég séð allt sem fór okkur á milli. Þegar við mættumst í skólanum voru samskipti okkar bara lítið bros og ekkert meir, en hjartað á milljón.“ 

Sýningin fjallar um okkur og þig, ykkur og titrarann ykkar, mig og ipodinn minn, smsið sem þú sendir stelpu í fjórða bekk til spyrja hvort hún vildi kærastan þín, strákinn sem þú kynntist á tinder, kvíðahnútinn þegar bootycallið svarar ekki, spenninginn þegar við sóttum ryksuguna okkar í DHL í Skútuvogi og Cambridge Analytica. 

 

Höfundur:Stefán Ingvar Vigfússon ásamt hópnum

Hópurinn:Aron Martin Ágústsson De Azevedo, Brynhildur Karlsdóttir, Friðrik Margrétar-Guðmundsson og Katrín Helga Ólafsdóttir

Auk þeirra koma fram: Alexa, Hólmfríður María Bjarnardóttir,Rakel Ýr Stefánsdóttir, Þórður Atlason, Berglind Halla Elíasdóttir, Fillipus, Sæta og trió hljóðfæraleikara

Listrænn stjórandi: Stefán Ingvar Vigfússon

Tónlistin í verkinu er eftir: Friðrik Margrétar-Guðmundsson, Katrínu Helgu Ólafsdóttur, Aron Martin Ágústsson De Azevedo, Stefán Ingvar Vigfússon og Alexu

Hreyfinga- og danshöfundur: Brynhildur Karlsdóttir

Sviðs- og tæknimenn: Hákon Örn Helgason, Magnús Thorlacius og Þrándur Jóhannsson

 

Stefán Ingvar er sviðshöfundur, útvarpsgerðarmaður og grínisti. Hann vinnur helst í beinu lýðræði með hópi fólks og vill ekki vera höfundur en núna voru allir svo uppteknir að hann þurfti að afnema lýðræði. 

Frítt er inn á alla viðburði Listaháskólans en opnað verður fyrir miðapantanir mánudaginn 7.maí á tix.is