Útskriftartónleikar Solveigar Óskarsdóttur frá söngbraut LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi þriðjudaginn 30. apríl kl. 18. Með henni leikur Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó. Á efnisskrá eru sönglög og aríur eftir Jórunni Viðar, Jean Sibelius, W. A. Mozart og A. Dvorak. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Solveig Óskarsdóttir hóf tónlistarnám sitt sjö ára í Nýja Tónlistarskólanum og lærði þar á þverflautu undir handleiðslu Ilku Benkovu. Hún lauk 6. stigs prófi tíu árum síðar og hóf um sama leiti að nema söng hjá Hörpu Harðardóttur og Hólmfríði Sigurðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík.

Þaðan lá leiðin í Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur stundað nám síðastliðin þrjú ár undir handleiðslu Þóru Einarsdóttur, Kristins Sigmundssonar, Hönnu Dóru Sturludóttur, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Helgu Bryndísar Magnúsdóttur.

Solveig hefur verið virk í kórastarfi frá blautu barnsbeini, söng í Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur og í Gradulekór Langholtskirkju, Graduale Nobili og Kór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar. Hún kom fram sem einsöngvari ásamt Kór Langholtskirkju í Matteusarpassíu og Jóhannesarpassíu J.S. Bachs auk þess að hafa komið fram sem einsöngvari við ýmis önnur tækifæri í kórastarfi sínu.

Af hlutverkum Solveigar á leik- og óperusviði má nefna aðalhlutverkið í Annie í uppfærslu í Austurbæ þegar hún var tólf ára gömul, hlutverk Arsenu í uppfærslu Söngskólans á Sígaunabaróninum eftir Johann Strauss og hlutverk Eldsins í uppfærslu Söngskólans á Töfraheimi prakkarans eftir Maurice Ravel. Hún fór með hlutverk Susönnu í Brúðkaupi Fígarós eftir W.A. Mozart í óperusenum Listaháskóla Íslands. 

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)