Sneiðmynd, sameiginleg fyrirlestrarröð arkitektúr- og hönnunardeilda Listaháskóla Íslands hefst miðvikudaginn 6. október næst komandi.
Fyrsti fyrirlesari haustsins er Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður og fagstjóri vöruhönnunar við hönnunardeild.
Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11 klukkan 12:15 – 13:00
 
Sóley Þráinsdóttir útskrifaðist með BA gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og stundar nú meistaranám í Nýsköpun og viðskiptaþróun við Háskóla Íslands. Síðustu ár hefur Sóley starfað sjálfstætt sem vöruhönnuður og unnið bæði að eigin verkum og í ýmsum verkefnum fyrir fyrirtæki.
 
Í þessum fyrirlestri kemur Sóley til með að fjalla um verkefnið Cleaning Strategies, íslenskan uppþvottabursta, nýlegt verkefni í Elliðárdalnum og hvernig hún nýtir sér aðferðafræði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bland við hugmyndafræði vöruhönnunar.
 
 
Sneiðmynd dagskrá haust 2021
Miðvikudagur 6. október 2021
Sóley Þráinsdóttir vöruhönnuður og fagstjóri í vöruhönnun
 
Miðvikudagur 20. október 2021
Anna Dröfn Ágústsdóttir sagnfræðingur og fagstjóri fræða & Guðni Valberg arkitekt og einn eiganda Trípólí
 
Miðvikudagur 10. nóvember 2021
Birna Geirfinnsdóttir grafískur hönnuður og dósent í grafískri hönnun
 
Miðvikudagur 24. nóvember 2021
Anna María Bogadóttir, arkitekt og lektor við arkitektúrdeild
 
SNEIÐMYND
Öflugt rannsóknarstarf kennara við arkitektúrdeild og hönnunardeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi.
Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunardeildar og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni.
Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
Allir fyrirlestrar fara fram á miðvikudögum kl 12:15 - 13:00 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11