UMBREYTING Á 64°BREIDDARGRÁÐU:
Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng

Sigrún Birgisdóttir er prófessor í arkitektúr. Áður hefur hún gegnt stöðu deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar og fagstjóra í arkitektúr.
Sigrún heldur fyrrlesturinn Umbreyting á 64°breiddargráðu: Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng, sem hluta af fyrirlestrarröðinni Sneiðmynd, miðvikudaginn 23. október klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. Í fyrirlestri sínum skoðar hún meðal annars hvernig rými og staðir verða til þegar 2.3 milljónir ferðamanna koma landsins ár hvert? Aukinn fjöldi ferðamanna skapar tækifæri en líka áskoranir. Náttúra og strjálbýlt landslag er eitt aðal aðdráttaraflið fyrir fjölmarga gesti sem koma til landsins en aukinn umferð ferðamanna kallar á breytt viðhorf til landslags og aukinnar uppbyggingar bæði í borg og sveit. Hér er velt upp spurningum um það hvernig ferðaþjónusta mótar ný rými og stuðlar að umbreytingu landslags á 64°N.
Sigrún nam arkitektúr á Ítalíu og í Bretlandi og er með BA Hons próf í arkitektúr frá Oxford Brookes University og AA Dipl frá Architectural Association, School of Architecture. Sigrún stundar doktorsnám í menningarfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúrskólann í Osló. Sigrún starfaði sem dósent í hönnun við Buckinghamshire New University og sem arkitekt í London í rúman áratug áður en hún flutti til Íslands til að hefja störf við Listaháskólann árið 2007. Hún hefur lengi lagt metnað sinn í kennslu á vettvangi hönnunar og arkitektúrs og hennar helsta hugðarefni er að skoða og auka hlutverk hönnunar í samfélaginu.
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku
 
sigrunbirgis_0236_copy.jpg

 

 
 
SNEIÐMYND:
Öflugt rannsóknarstarf kennara við Hönnunar- og arkitektúrdeild er undirstaða þekkingarsköpunar, hugmyndafræðilegrar endurnýjunar og listrænnar nálgunar sem miðlað er til nemenda í gegnum kennslu og til samfélagsins með þátttöku í ýmsum verkefnum á innlendum og alþjóðlegum vettvangi. Í fyrirlestraröðinni Sneiðmynd kynna kennarar hönnunar- og arkitektúrdeildar eigin rannsóknir og listsköpun og ræða tengsl þeirra við kennslu í deildinni. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir og er fagfólk, nemendur og áhugafólk um hönnun og arkitektúr hvatt til að mæta.
DAGSKRÁ:
18. september 2019
Ræktun
Ragnar Freyr
grafískur hönnuður og dósent við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

16. október 2019
Utanvegar
Tinna Gunnarsdóttir
vöruhönnuður og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

23. október 2019
Umbreyting á 64°breiddargráðu: Ferðaþjónusta, landslag og úrbaníseríng
Sigrún Birgisdóttir
arkitekt og prófessor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

13. nóvember 2019
Tískan og borgin,samband tískumenningar við borgarmenningu
Linda Björg Árnadóttir
fatahönnuður og lektor við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands

4. desesmber 2019
Fyrr en seinna
Björn Steinar Blumenstein
vöruhönnuður og stundakennari við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands