Laugardaginn 12. september stendur listkennsludeild Listaháskóla Íslands fyrir útskriftarviðburði í Menningarhúsunum í Kópavogi. 

 
Viðburðurinn er hluti af útskriftarhátíð LHÍ og þar kynna verðandi listgreinakennarar lokaverkefni sín með fjölbreyttum hætti.
 
Í Bókasafni Kópavogs, laugardaginn 12. september, verður í boði danssmiðja í skapandi dansi fyrir börn á aldrinum sex til sjö ára.
 
Þátttakendur eru hvattir til þess að vera í þægilegum fatnaði sem hægt er að hreyfa sig í. 
 
Kennari er Ingunn Elísabet Hreinsdóttir, dansari og listgreinakennari.
 
Danssmiðjan, sem er samstarfsverkefni listkennsludeildar Listaháskóla Íslands og Menningarhúsanna í Kópavogi, er byggð á meistarverkefni Ingunnar, handbók í skapandi dansi.
 
Þátttaka er ókeypis, en vegna fjöldatakmarkana er skráning nauðsynleg.
 
Til að skrá þátttöku vinsamlegast sendið tölvupóst á elisabet.indra [at] kopavogur.is
 
Ingunn Elísabet Hreinsdóttir er nýútskrifaður meistaranemi úr listkennslu Listaháskóla Íslands. Nemendur sem stunda nám í listkennslu einbeita sér að sinni sérgrein og í þessu tilfelli er það dans. Ingunn Elísabet lauk þar á undan B.A. prófi í danskennaranámi í samtímadansi frá Stockholm University of the Arts í Stokkhólmi 2018. Samhliða því lauk hún B.Ed. prófi í kennarafræðum með kjörsviðið tónlist, leiklist, dans frá Háskólanum á Akureyri.
-----------------
Creative dance workshop for kids (1st and 2nd grade elementary school)
Kópavogur Public Library
Time: 14.00-14.50
Teacher: Ingunn Elísabet Hreinsdóttir Max participation: 10
Registration: elisabet.indra [at] kopavogur.is
 
On September 12th there will be a creative dance workshop for 6 to 7-year-old children. The workshop takes place in the Kopavogur Public Library. The workshop is 50 minutes long and the participants will experience creative dancing and the joy of dancing. Participants are encouraged to wear comfortable clothing that is easy to move around in. 
----------------
 
Um lokaverkefni Ingunnar Elísabetar Hreinsdóttur: Skapandi dans: Mótun handbókar fyrir danskennara í grunnskólum:
 
Dansnám hefur heildræn áhrif á einstaklinginn en hann lærir ekki eingöngu um dansinn heldur um heiminn, listina og sjálfið. Það að búa að heilbrigðu líferni, skapandi og gagnrýninni hugsun, lausnamiðaðri nálgun og að geta unnið náið með öðrum einstaklingi eru góðir kostir til þess að taka meðferðis áfram út í hinn stóra heim, sama hvort um er að ræða dansheiminn eða einhvern annan heim sem verður fyrir valinu. 
 
Tilgangur meistaraverkefnis Ingunnar er að stuðla að fjölbreyttari danskennslu í grunnskólum og markmið þess að búa til verkfæri, í formi handbókar, sem kennarar geta nýtt í þeim tilgangi. Handbókinni er ætlað að gefa kennurum hugmyndir að skapandi starfi í gegnum dans þannig að þeir geti búið nemendum aðstæður til þess að kynnast fjölbreytileika dansins og skapandi hliðum hans. Handbókin býður upp á leiðir til að gefa nemendum tækifæri til þess að tjá og túlka skoðanir sínar, hugmyndir og tilfinningar, treysta á sjálfan sig og vinna út frá sér og sínum þörfum í gegnum sjálfstæð og skapandi vinnubrögð. Í gegnum þær geta nemendur upplifað persónulegan vöxt og uppgötvað ýmislegt nýtt um sjálfan sig, jafnvel eitthvað sem þá hafði ekki órað fyrir. Handbókin er sett fram sem hugmyndabanki. 
 
Í handbókinni er unnið út frá skapandi dansi en það er dansform þar sem áhersla er lögð á hreyfingu sem tjáningu. Þar er nemandinn í aðahlutverki og notar færni sína og reynslu til þess að skapa. Skapandi dans er afar gagnlegt verkfæri í dansnámi sem gefur nemendum færi á að öðlast dýpri skilning á sjálfum sér og umhverfi sínu, sjá og skilja aðra og upplifa samkennd. 
 
Teikningar: Eva Árnadóttir
 
Ingunn Elísabet Hreinsdóttir er nýútskrifaður meistaranemi úr listkennslu Listaháskóla Íslands. Nemendur sem stunda nám í listkennslu einbeita sér að sinni sérgrein og í þessu tilfelli er það dans. Ingunn Elísabet lauk þar á undan B.A. prófi í danskennaranámi í samtímadansi frá Stockholm University of the Arts í Stokkhólmi 2018. Samhliða því lauk hún B.Ed. prófi í kennarafræðum með kjörsviðið tónlist, leiklist og dans frá Háskólanum á Akureyri.