Útskriftartónleikar Sigrúnar Mary McCormick fara fram í Salnum Kópavogi, 4.maí kl 17:00. Á efnisskrá er tónlist eftir Ernest Bloch, Bohuslav Martinu, Henri Vieuxtemps og Robert Schumann. Með Sigrúnu koma fram Richard Simm á píanó og Aldís Bergsveinsdóttir á fiðlu.  

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.  Tónleikarnir eru hluti af útskriftarhátið LHÍ 2019.
 
Sigrún Mary hóf nám í fiðluleik við Tónlistarskólann á Akureyri 8 ára gömul.  Kennarar hennar voru Gréta Baldursdóttir, Tiina Kuusmik og Tomasz Kolosowski.  Þegar Sigrún var 16 ára prufaði hún að spila á víólu í strengjasveit skólans og var ekki aftur snúið.  Djúpi, safaríki tónn hljóðfærisins heillaði hana og í fyrsta sinn varð hún virkilega ástfangin af því að spila. Hún lauk miðprófi á fiðlu áður en hún skipti alfarið yfir á víólu og lærði undir leiðsögn Eydísar Úlfarsdóttur. 
 
Sigrún lauk stúdentsprófi af tónlistarbraut Menntaskólans á Akureyri og framhaldsprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 2016.  Bachelor nám í hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands var sjálfsagt framhald þar sem hana langaði til þess að öðlast enn betri færni sem víóluleikari auk þess að mennta sig sem hljóðfærakennari. Við Listaháskóla Íslands hefur Sigrún lært hjá Svövu Bernharðsdóttur og Þórunni Ósk Marinósdóttur. Haustönn 2018 var Sigrún í skiptinámi við Musikhögskolan i Malmö og lærði þar hjá Henrik Frendin.

Sigrún hefur fengið mörg spennandi tækifæri í tónlistinni í gegnum árin, ferðast víða, sótt námskeið og einkatíma bæði innanlands og erlendis, leikið með ýmsum hljómsveitum og kammerhópum auk þess að koma reglulega fram á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands.
 
Meðleikarar á tónleikum:
Richard Simm, píanó
Aldís Bergsveinsdóttir, fiðla

Efnisskrá: 

Ernest Bloch (1880-1959)
Suite Hébraïque
I. Rapsodie
II. Processional
III. Affirmation
 
Bohuslav Martinu (1890-1959)
Þrír madrígalar
I. Poco allegro
 
Henri Vieuxtemps (1820-1881)
Cappriccio fyrir einleiksvíólu, op. 55

Robert Schumann (1810-1856)
Märchenbilder, op. 113
I. Nicht Snell
II. Lebhaft
III. Rasch
IV. Langsam, mit melancholischem Ausdruck

 

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)