Útskriftartónleikar Sigríðar Salvarsdóttur af söngbraut tónlistardeildar LHÍ fara fram í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 3. maí kl. 20:30. Á efnisskrá eru sönglög eftir Fanny Hensel, Clöru Schumann, Poldowski, Elínu Gunnlaugsdóttur, Norbert Palej, Leonard Bernstein, Igor Stravinsky og Cindy Laper. Með henni leikur Helga Bryndís Magnúsdóttir á píanó.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Sigríður Salvarsdóttir hóf 8 ára gömul blokkflautunám við útibú Tónlistarskóla Ísafjarðar í Súðavík. Síðar stundaði hún bæði píanónám hjá Beötu Joó og söngnám hjá Ingunni Ósk Sturludóttur við skólann á Ísafirði. Hún var afar virk í tónleikahaldi skólans og einnig afar virk í leiklistarlífi Ísafjarðar, bæði með Litla leikklúbbnum og Leikfélagi MÍ. Sigríður lauk miðprófum í píanóleik, söng og tónfræðagreinum vorið 2016 frá Tónlistarskóla Ísafjarðar og hóf nám um haustið sama ár í söng við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.

Þar hefur hún hlotið þjálfun í klassískum söng undir handleiðslu Þóru Einarsdóttur, Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur, Kristins Sigmundssonar og Hönnu Dóru Sturludóttur.

Hún hefur sótt fjölda masterklassa m.a. hjá Ryan Driscoll, Catrin Wyn-Davies, Elizabeth McDonald, Bergþóri Pálssyni o.fl.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)