Þær Eva María Árnadóttir fatahönnuður og Tinna Gunnarsdóttir vöruhönnuður eru nýkomnar úr tveggja vikna ferð til Sierra Leone þar sem þær kenndu annars vegar sjálfstætt starfandi klæðskerum og vefurum og hinsvegar nemum á keramikverkstæði.
 
Eva María og Tinna munu halda fyrirlestur um reynslu sína af kennslunni og því hvernig ólíkir menningarheimar mætast í skapandi úrvinnslu með áherslu á menningarlæsi, nýsköpun og sjálfbærni.
Fyrirlesturinn fer fram föstudaginn 31. janúar klukkan 12:15 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11. Hvor þeirra mun segja frá í sinni upplifun í stuttu máli og eftir það verður opnað fyrir spurningar og samtal við áhorfendur.
 
Verkefnið er samstarfsverkefni hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ og Auroa velgerðasjóðs með stuðningi frá Erasmus+ styrktaráætlun ESB. Sierra Leone er meðal fátækustu ríkja heims og þar geisaði borgarastríð um árabil með þeim afleiðingum að landið lokaðist af, innviðir hrundu og yfir 50.000 mannst féllu. Þá geisaði Ebólu-faraldur í landinu á árunum 2014-16.