Sandra Lind Þorsteinsdóttir heldur útskriftartónleika frá söngbraut tónlistardeildar LHÍ í Salnum í Kópavogi, föstudaginn 3. maí kl. 19. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og inniheldur tónlist allt frá 17. öld og fram til dagsins í dag. Íslensk, bandarísk og þýsk ljóð munu hljóma í bland við aríur og dúetta úr ýmsum áttum.

Auk Söndru Lindar koma fram:
- Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
- Una María Bergmann, mezzó-sópran
- Sigurlaug Björnsdóttir, þverflauta
- Katrín Arndísardóttir, víóla 

Sandra Lind Þorsteinsdóttir hóf tónlistarnám sitt ung að aldri og lærði fyrst um sinn á píanó og þverflautu í Tónlistarskóla Vopnafjarðar og síðar meir í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Við 18 ára aldur hóf hún klassískt söngnám undir handleiðslu Ernu Guðmundsdóttur í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. 

Eftir það færðist áhugi hennar í tónlist að mestu að söngnum. Eftir stúdentspróf dvaldi Sandra í tvö ár í Sviss og á tíma sínum þar sótti hún einkatíma í söng. 

Sandra lauk miðstigi í söng frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar vorið 2016 og um haustið sama ár hóf hún söngnám til B.Mus gráðu við Listaháskóla Íslands. Söngkennarar hennar þar eru Þóra Einarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Kristinn Sigmundsson. 

Í Listaháskólanum hefur Sandra auk þess fengið tækifæri til að sækja masterklassa hjá ýmsum gestakennurum, bæði innlendum og erlendum. Sandra hefur einnig yndi af kórsöng,  hún hefur sungið með Kór Tónlistardeildar LHÍ, auk þess að taka þátt í ýmsum smærri kórverkefnum. Um þessar mundir er hún virkur meðlimur í kórunum Graduale Nobili og Kammerkór Digraneskirkju.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)