RÍT - Fyrirlestur með Marco Fusi
Tónlistardeild – Fræðistofa 1 (S304) kl.14-15:30

 

Rannsóknastofa í tónlist (RíT) við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Myrka Músíkdaga bjóða Marco Fusi í heimsókn til að kynna rannsóknarverkefni sem fjallar um nýjar leiðir flytjandans í flutningi á verkum Giacinto Scelsis.
Verkin voru skrifuð af aðstoðarmanni Scelsis og því erfitt að reiða á upprunalegt nótnarit. Verkin eru einnig óhefðbundin að því leyti að Scelsis gefur flytjandanum visst frelsi á köflum og því liggja ekki fyrir staðlaðar útsetningar frá sjálfu tónskáldinu. Flutningur verkanna getur því reynst flytjendum bæði frelsandi og krefjandi, enda tónsmíðaaðferðir Scelsis nokkuð umdeildar. 

 

Fyrirlesturinn fer fram á ensku.