Hollnemafélag Listaháskólans stendur um þessar mundir í fyrsta sinn fyrir árgangamóti.

Þeim sem tilheyra útskriftarárgöngum 2004, 2009 og 2014 er því boðið að koma og fagna 15 ára, 10 ára og 5 ára útskriftarafmælum sínum þann 19. janúar næstkomandi í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 108 Rvk. 

 

Skráning fer fram í gegnum email, hollnemafelag [at] lhi.is

 

Hér er linkur á viðburðinn á facebook og hér fyrir neðan má sjá boðið á árgangamótið:

 

Kæru hollnemar áranna 2004, 2009 og 2014!

Þið eruð hér með boðin á fyrsta árgangamót LHÍ (reunion) sem verður haldið 19. janúar næstkomandi í tilefni af 15 ára, 10 ára og 5 ára útskriftarafmælum ykkar.
Herlegheitin munu fara fram í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6, 108 Rvk og húsið opnar kl 19.30.

Post Performance Blues Band mun koma fram en sviðið er opið fyrir aðra gjörninga og uppákomur. Endilega hafið samband á hollnemafelag [at] lhi.is

Boðinn verður fordrykkur ásamt léttum vinalegum vegan veitingum. Gestir geta tekið með sér drykkjarföng.

Verði er stillt í hóf og er einungis 4.500 kr fyrir kvöldið, staðfesting um þátttöku þarf að berast stjórn Hollnemafélagsins fyrir 14. janúar. Staðfesting berist á hollnemafelag [at] lhi.is og í kjölfarið fáið þið sendar reikningsupplýsingar.

Ef þið eigið myndir frá árunum í LHÍ endilega sendið þær á okkur svo við getum gefið viðburðinum nostalgískt yfirbragð.

„Síðasta partí Hollnemafélagsins var geggjað” - Sólbjört Vera
„Þetta var partíið sem þú misstir af!“ - Vigdís Másdóttir
„Djöfulsins snilld!!!” - sagði prestsonurinn

Makar eru að sjálfsögðu velkomnir með.

Hlökkum til að sjá ykkur 19. janúar!

Partýkveðja,
Stjórn Hollnemafélags LHÍ