Föstudaginn 17. maí bjóða nemendur í BA og MA námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands gestum og gangandi í heimsókn á vinnustofur sínar á Laugarnesvegi 91.

Þetta er í fyrsta sinn sem vinnustofur nemenda í myndlist eru opnaðar sérstaklega fyrir almenningi. 

Dagurinn er ætlaður til að bjóða almenningi að koma og kynnast verkum nemenda eins og þau koma fyrir í vinnuumhverfi þeirra og fagna vorinu með myndlistardeildinni.

Nemendur verða á staðnum til að spjalla við áhugasama og kynna verk sín.

Boðið verður upp á ýmsar uppákomur og verða gjörningar framdir milli 15:00 og 19:00.

 

image.jpg