Gavin Bryars mun fjalla um tónsmíðar sínar og tónsmíðaaðferðir.
kl.12:45-14:00 - fræðistofa 1 (s304)
 
 
Gavin Bryars er fæddur í Yorkshire árið 1943. Hann er tónskáld og kontrabassaleikari.
Ferill hans hófst snemma á 7.áratugnum þegar hann ásamt Derek Bailey og Tony Oxley stofnaði jazztríóið Joseph Holbrooke. Árið 1966 sagði hann skilið við tríóið og snéri sér alfarið að tónsmíðum sínum en hann átti náið samstarf með tónskáldunum Cornelius Cardew og John White. Bryars hefur kennt tónsmíðar í Portsmouth College of Art og De Manfort University en hann stofnaði tónsmíðadeild skólans. Þá var hann einn af stofnendum Sinfóníuhljómsveitar Portsmouth.
 
Bryars er afar fjölþættur í sköpun sinni og verk hans falla því ekki undir tiltekna tónlistarstefnu. Hann nær að skapa mikla nánd í verkum sínum sem snerta við hlustendum á einstakan hátt.
 
Verkið „Úr Egils sögu“ eftir Gavin Bryars verður flutt á Myrkum Músíkdögum þann 29.janúar í Breiðholtskirkju.
__________________________________________________________________

Opnar málstofur tónsmíðanema:
kl.12:45-14:00 - fræðistofa 1 (s304)

24. jan - Bergrún Snæbjörnsdóttir
30. jan - Gavin Bryars
28. feb - Jacob Thompson-Bell
27. mars - Hilmar Þórðarson