Opnar málstofur tónsmíðanema hefja göngu sína á ný föstudaginn 20. september 2019. Haukur Tómasson er fyrsti gestur haustsins og fjallar um tónsmíðar sínar og tónsmíðaaðferðir. 

Hvenær: Föstudaginn 20. september 2019, 12:45 - 14:00
Hvar: Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31, 105 Reykjavík
Öll hjartanlega velkomin.

Um Hauk Tómasson:

Haukur Tómasson (f. 1960) stundaði tónsmíðanám við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Þorkeli Sigurbjörnssyni og Atla Heimi Sveinssyni og síðar við Tónlistarháskólann í Köln, Sweelinck-tónlistarháskólann í Amsterdam og Kaliforníuháskóla (San Diego) þaðan sem hann lauk meistaraprófi árið 1990. Haukur hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín og má þar nefna Tónvakakeppni Ríkisútvarpsins, Bjartsýnisverðlaun Brøstes og Íslensku tónlistarverðlaunin. Haukur hlaut Tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2004 fyrir óperu sína Fjórði söngur Guðrúnar.

 

Opnar málstofur tónsmíðanema haustið 2019 fara fram á föstudögum milli 12:45 - 14:00 í Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31:

 

- 20.09.2019: Haukur Tómasson
- 11.10.2019 : Judy Lochhead
- 18.10.2019: Örjan Sandred
- 29.11.2019: John Speight & Peter Máté

Öll hjartanlega velkomin.

 

---------

Composer Haukur Tómasson is the first guest in the Music Departments' Composer-Lectures-Series of Fall 2019. 

When: September 2019, 12:45 - 14:00
Where: Room S304, Skipholt 31, 105 Reykjavík.

The lecture is in Icelandic. Everybody welcome.

Department of Music Composer-Lectures-Series 2019:

- 20.09.2019: Haukur Tómasson
- 11.10.2019 : Judy Lochhead
- 18.10.2019: Örjan Sandred
- 29.11.2019: John Speight & Peter Máté

Everybody welcome.