Leiðtogahlutverkið-
Listin í samskiptum

 
Haukur Ingi Jónasson er lektor í Háskólanum í Reykjavík, ráðgjafi, sálgreinir og sérfræðingur í leiðtoga- og samskiptafærni. 
 
Haukur Ingi fjallar um leiðtogahlutverkið og listina í samskiptum í opnum fyrirlestri í Laugarnesinu, föstudaginn 29. mars kl. 13 - 13.50.
 
Fyrirlesturinn fer fram á íslensku, öll velkomin.
 
 
screen_shot_2019-03-27_at_10.27.32.png
 
Haukur Ingi Jónasson starfaði sem lektor við verkfræði- og náttúruvísindavið Háskóla Íslands um árabil en er nú lektor við Háskólann í Reykjavík og er forstöðumaður meistaranáms í verkefnastjórnun (MPM) við skólann. Haukur er þekktur sem fyrirlesari bæði á Íslandi og erlendis og hann hefur kennt fjölda námskeiða, meðal annars í Háskóla Íslands, við Háskólann á Bifröst og Listaháskóla Íslands. 
 
Haukur Ingi er í rannsóknarsamstarfi við The Cooper Union for the Advancement of Sciences and the Arts í New York. Helstu rannsóknarsvið hans eru skipulagsheildarfræði, þróun skipulagsheilda, samskipti, samningagerð, deilustjórnun, aflfræði hópa, sálaraflsfræðilegar kenningar, sálgreining og tengsl hennar við aðra strauma og stefnur innan sál-, tauga- og geðlæknisfræða, æðri hugsun, siðfræði og hagnýting hugvísinda í verkvísindalegu samhengi. 
 
Hann er ásamt Helga Þór Ingasyni höfundur að bókunum Leiðtogafærni, Samskiptafærni, Stefnumótunarfærni og Skipulagsfærni.
 

Opnir fyrirlestrar í Laugarnesi fara fram á vorönn 2019 á vegum listkennsludeildar, myndlistardeildar og sviðslistadeildar.