Opin málstofa tónsmíð 28.febrúar
Kl. 12:45 - 14:00, Fræðastofa 1

Tónskáldið Jacob Thompson-Bell og hljóðvinnslumaðurinn Adam Martin eru gestir okkar að þessu sinni.

Erindi þeirra ber yfirskriftina ,,Unusual ingredients – sensory connections between flavour and sound" og fjallar um rannsóknir þeirra á tengingu hljóðs og bragðskyns.
Rannsóknin er unnin í samstarfi við Caroline Hobkinson en hún er sérhæfð í listrænni matargerð. Verkefnið byggist á notkun óhefðbundna hráefna sem þeir Jacob og Adam nýta til hljóðsköpunar. Þá hafa þau útbúið matseðil þar sem hvert hráefni hefur fengið sinn sértæka hljóm í þeim tilgangi að dýpka skynjun neytandans á bragði og áferð. Hráefni eins og hunang, kaffi, sælgæti og þari prýða matseðilinn.
_________________________________________________________________

Jacob er tónskáld og hljóðlistamaður frá Leeds í Bretlandi.
Verk hans byggjast að mestu leyti á að skapa rými til umhugsunar og íhugun í daglegu lífi. Verkin eru af ýmsum toga allt frá klassískum konsertum yfir í innsetningar, grafíska nótnaskrift, gangverk og fleira. Jacob er lykilfyrirlesari við tónlistarháskólann í Leeds og hefur þróað fræðsluefni um hljóð og tónlist. Þá hefur hann haldið fyrirlestra og málstofur víða um heim.