Ómkvörnin, uppskerutónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands, verður haldin í Iðnó dagana 14. og 15. maí næstkomandi.

Um er að ræða spennandi tónleika þar sem flutt verða verk eftir nemendur í tónsmíðadeild og laga- og textasmíðum. 

Dagskráin er eftirfarandi:

Þriðjudagur 14. maí kl. 20:00: Hljóðfæratónsmíðar

Miðvikudagur 15. maí kl. 17:30: Nýmiðlar

Miðvikudagur 15. maí kl. 20:00: Laga- og textasmíðar

Látið ykkur ekki vanta á Ómkvörnina þetta vorið í Iðnó, það er frítt inn og allir tónlistarunnendur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi!