Misbrigði V - Tískusýning

Laugardaginn 9. nóvember 2019 klukkan 18:00 og aftur klukkan 19:00 standa nemendur á 2. ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands að tískusýningunni Misbrigði V.
 
Tískusýningin fer fram í svarta kassanum í Listaháskóla Íslands við Laugarnesveg 91, gengið er inn um dyr listkennsludeildar vinstra megin. Aðgangur er ókeypis en gestir eru beðnir um að panta sér miða á á tix.is hér.
Misbrigði V er samstarfsverkefni nema á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Krossins.
 
Með Misbrigðum V eru skoðaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.
Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni.
 
Nemendurnir sem sýna á tískusýningunni eru 9 talsins:
Berglind Ósk Hlynsdóttir,
Emilíana Birta Hjartardóttir,
Gerða Jóna Ólafsdóttir,
Guðmundur Magnússon,
Julia Alexandra Binder,
Karen Thuy Duong Andradóttir,
Margrét Rún Styrmisdóttir,
Saga Sif Gísladóttir
og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir
 
Hlökkum til að sjá ykkur!
 
valin.jpg