MISBRIGÐI V - Sýningarhluti

Föstudaginn 15. nóvember 2019 kl 15:00 opnar sýning 2. árs nema í fatahönnun við Listaháskóla Íslands 'Misbrigði V' í húsi hönnunar- og arkitektúrdeildar Þverholti 11 Sýningin verður einnig opinn laugardag 16. nóvember og sunnudag 17. nóvember frá 13:00 – 17:00
 
Hönnun Misbrigða V verður til sýnis á sýningunni og bjóðum við alla áhugasama hjartanlega velkomna að virða flíkurnar fyrir sér. Misbrigði er verkefni sem nemendur á öðru ári í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild vinna ár hvert í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Krossins. Þetta er í fimmta sinn sem samstarfsverkefnið fer fram.  
 
Með Misbrigðum V eru skoðaðar leiðir til að skapa nýjan fatnað
úr ósöluhæfum flíkum með þekkingu og aðferðafræði hönnunar.
Sjónum er beint að tísku á Íslandi í tengslum við sjálfbærni
 
Nemendurnir sem sýna á tískusýningunni eru 9 talsins:
Berglind Ósk Hlynsdóttir,
Emilíana Birta Hjartardóttir,
Gerða Jóna Ólafsdóttir,
Guðmundur Magnússon,
Julia Alexandra Binder,
Karen Thuy Duong Andradóttir,
Margrét Rún Styrmisdóttir,
Saga Sif Gísladóttir
og Valbjörg Rúna Björgvinsdóttir
 
Hlökkum til að sjá ykkur!
 
 
 Ljósmyndir frá tískusýningu Misbrigða V - 09.11.19. Ljósmyndari: Hlín Arngrímsdóttir