María Sól Ingólfsdóttir heldur útskriftartónleika sína frá Listaháskóla Íslands fimmtudaginn 2. maí kl. 20 í Salnum í Kópavogi. Á efnisskrá er tónlist eftir Verdi, Sibelius, Megas (Magnús Þór Jónsson), Magna Frey Þórisson, Andrés Þór Þorvarðsson og Katrínu Helgu Ólafsdóttur.

María Sól mun ljúka bakkalárprófi í klassískum söng frá LHÍ í vor ef hún nær að klára ritgerðina. María Sól trúir því að tónlist sé galdur og hlakkar mikið til tónleikana.

Að tónleikum loknum verður skálað í forrými Salarins og öll velkomin að njóta þess líka. Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir!

Þeir sem koma fram auk Maríu Sólar eru:

- Kristinn Örn Kristinsson, píanó
- Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir, fiðla
- Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla
- Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla
- Sigrún Mary McCormic, víóla
- Ingibjörg Elsa Turchi, rafbassi
- Mattias Martinez Carranza, píanó

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)