Útskriftartónleikar Magna Freys Þórissonar frá LHÍ fara fram frá Salnum í Kópavogi miðvikudaginn 8. maí kl. 20. Á tónleikunum verður einnig flutt verkeftir Bjarka Hall sem erað útskrifast með BA-próf af tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ. Ókeypis er á tónleikana og öll velkomin.

„Verkin mín heita Breath of the Earth og Death of the Earth og eru samin fyrir 12 manna hljómsveit. Þau eru andstæður; hið fyrra fjallar um myndun jarðar en hið seinna um eyðileggingu hennar. 

Fyrra verkið, Breath of the Earth, er í fimm þáttum. Það er nútímalegra og byggist á hugmyndum um blöndun hinna mörgu lita hljómsveitarinnar. Þar nýtti ég mér hina ýmsu áhugaverðu eiginleika og óhefðbundnu beitingar sem hljóðfærin bjóða uppá. Í verkinu túlka ég frjálslega tónmálið sem táknar hina mismunandi þætti í myndun jarðarinnar. Hver þáttur inniheldur ákveðið tónmál og hefur sín eigin einkenni. Fyrsti þátturinn er stjörnurykið sem þjappast saman og verður að kjarna jarðarinnar. Þar verður til fljótandi hraun sem myndar svo jarðskorpuna og fjöllin. Þar á eftir koma plönturíkið og svo vitsmunalegt líf og í lokin veðráttan. 

Seinna verkið, Death of the Earth, er mun styttra og í allt öðrum stíl. Verkið er vals í hefðbundnari rómantískum- eða kvikmyndartónlistar stíl og kann að minna á verk Danny Elfman eða Christopher Young. Verkið byggist helst á hljómagangi í A-moll og notkun endurtekinna stefja og úrvinnslu þeirra.“
MFÞ

Magni byrjaði að læra á gítar 14 ára í Gítarskóla Íslands og hefur ávallt verið í hljómsveitum meðfram námi. Hann hóf nám í tónlistarskóla FÍH árið 2011. Þaðan kláraði hann framhalds- og burtfararpróf á rytmísku brautinni í gítarleik árið 2017 meðfram fyrsta árinu sínu í Listaháskólanum. Í Listaháskólanum lærði hann tónsmíðar hjá Páli Ragnari Pálssyni og nú einnig rytmíska hljóðfærakennslu sem er ný námsbraut í skólanum. Hann hefur verið iðinn við ýmiss konar lagasmíðar, eins og sást á lagavali hans á burtfarartónleikunum úr tónlistarskóla FÍH, þar sem meirihluti laganna var frumsaminn. Hann hefur einnig fengist við kvikmyndatónsmíðar, svo sem fyrir stuttmyndir og þess háttar.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)