Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 9.- 14. apríl 2019

 
Leiðarljós hátíðarinnar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.​
 
Vettvangur hátíðarinnar er borgin öll og fara fjölbreyttir viðburðir fram í grunnskólum, leikskólum, frístundamiðstöðvum og listaskólum. Jafnframt er boðið upp á dagskrá í Ráðhúsi Reykjavíkur, Hörpu og lista- og menningarstofnunum borgarinnar.
 
Þátttökuhátíðin rúmar allar listgreinar sem börn og fullorðnir geta notið sér að kostnaðarlausu. 
 
 
 

12.- 14. apríl 

 
LUNDAKAST
 
Lundakast er kastleikur fyrir krakka, 3 til 12 ára, en líka fólk á öllum aldri. Leikurinn á að auka við orðaforðra og brydda uppá nýjungum í hreyfingum og þannig rækta í leikmanni hæfni sem einungis sá sem veiðir lunda og býr með honum hefur fram að færa.
 
Stór þáttur þessa verkefnis fer í það að eiga samtal við börn um hvað þeim finnst skemmtilegt og koma þeirra hugmyndum á framfæri. Leikurinn snýst um að létta lundina og finna í okkur lundann.
 
Lundakast er samstarfsverkefni Hönnu Jónsdóttur og Ninnu Þórarinsdóttur. Ninna útskrifaðist með MA í barnamenningarhönnun frá HDK í Gautaborg árið 2015. Hanna stundar nám í listkennslu á meistarastigi við Listaháskóla Íslands. Þær eru báðar útskrifaðir hönnuðir frá Design Academy Eindhoven.
 
Tímasetning
12. apríl 12:00 - 16:00
13.apríl 10 - 14
14.apríl 12-16
 
Staðsetning
Tjarnarsalur Ráðhúsinu
 
Heimilisfang
Tjarnargata 11, 101, Reykjavík
 
lundakast.jpg