Námskeiðsdagur Faghóps um skapandi leikskólastarf og listkennsludeildar Listaháskóla Íslands verður haldinn föstudaginn 2. nóvember 2018 kl. 13-17 í LHÍ Laugarnesi.
 
Meginmarkmið námskeiðsdagsins er að efla skapandi starf í leikskólum.
 
Í þetta sinn verður lögð áhersla á verklega kennslu og haldnar tvisvar sinnum fjórar smiðjur, þannig að þátttakendur geta valið um að fara í tvær smiðjur hver. Smiðjustjórnendur eru allir með mikla þekkingu og reynslu hver á sínu sviði.
 

Dagskrá

 
Kl. 13:00 Námskeiðsdagur settur með erindi frá listkennsludeild
Kl. 13.15 Smiðjur
Tónlist – Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari og verkefnastýra List fyrir alla
Myndlist – Guðný Rúnarsdóttir myndlistarkona og listkennslukennari
Leiklist—Vigdís Gunnarsdóttir leikkona og listkennslukennari
Gullkista ímyndunaraflsins– Michelle Sonia Horne leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri
 
Kl. 14:45 Kaffihlé
 
Kl. 15:15 Smiðjur
Tónlist – Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarkennari og verkefnastýra List fyrir alla
Myndlist – Guðný Rúnarsdóttir myndlistarkona og listkennslukennari
Leiklist—Vigdís Gunnarsdóttir leikkona og listkennslukennari
Gullkista ímyndunaraflsins– Michelle Sonia Horne leikskólakennari og aðstoðarleikskólastjóri
 
Kl. 16:45 Samantekt og slit
 
Þátttökugjald er 6000 kr. og greiðist inn á reikning Faghópsins strax eftir skráningu. Því miður verður að takmarka fjölda þátttakenda og því borgar sig að skrá sig sem fyrst.
 
 
Munið að velja smiðju og athugið að ef ekki er laust í smiðju þarf að velja sér aðra. 
 
Allar nánari upplýsingar eru veittar í netfanginu listgreinakennarar [at] gmail.com