Til allra grunnskólakennara á Íslandi!

Þér er boðið að taka þátt í alþjóðlega FLY-verkefninu, sem notast við svokallað „kvikmyndalæsi“ í kennslu barna og unglinga.

 
Markmiðið er að læra hvernig á að búa til stuttmyndir og hreyfimyndir (stop-motion) og af hverju það er mikilvægt að nýta nýja tækni í kennslu. Við lærum líka um FLY verkefnið í heild sinni.
 
FLY samstarfsverkefnið er upprunið í Danmörku og hefur reynslan þar (og víðar) verið mjög góð. Við viljum nýta nýjar og spennandi kennsluaðferðir og byggja upp samstarfsnet kennara á Íslandi þar sem þeir geta hist, deilt reynslu sinni, skipst á ráðum og fengið innblástur til að framkvæma spennandi hreyfimyndaverkefni með nemendum sínum.
 
Fyrsti fundur og vinnustofur munu eiga sér stað þann 26. nóvember í húsum Listaháskólans, Laugarnesvegi 91 frá klukkan 09:00 – 14:30. 
 
Við biðjum áhugasama að senda póst á teiknari [at] teiknari.is og tilkynna þáttöku sína (það er pláss fyrir 30 manns) og ekkert gjald er tekið fyrir.
 
Eins má hafa beint samband við Ara Yates, forsvarsmann verkefnisins á Íslandi: 8206983 ef einhverjar fyrirspurnir eru. 
 
Við biðjum þá sem geta að koma með iPad (og snjallsímann sinn).
 
Dagskrá:
 9:00 - 9:30 Kaffi og spjall
 9.30 - 10.30 Kynning á alþjóðlega FLY samstarfsverkefninu „Hvað gerum við?” – Sia Søndergaard frá The Animation Workshop í Danmörku.
 10.30 - 12:00 Vinnustofa: Hreyfimyndargerð (stop-motion). – Ditte Lundsgaard Nielsen og Ari H. G. Yates frá The Animation Workshop.
 12.00 - 12.30 – Hádegisverður
 12.30 - 14:00 Vinnustofa: Stuttmyndagerð – smámyndir með iPöddum og/eða símum. – Martin Spenner, frá Lommefilm.
 14.00 - 14.30 Samræður um næstu skref í FLY verkefninu.
 
Aðeins um FLY verkefnið: http://dev.animatedlearning.dk/fly/
Hreyfimyndagerð: http://animatedscience.dk/
 
Verkefnið er stutt af Barnamenningastjóði og The Animation Workshop/VIA UC í Danmörku.
 
fly_bodskort.jpg