Kornið er glæný kammerópera eftir þær Birgit Djupedal og Ingunni Láru Kristjánsdóttur sem tekur 25mín í flutningi. Flutningurinn á Kjarvalsstöðum er liður í tónleikaröðinni Gleym-mér-ei. Hádegistónleikaröð söngbrautar LHÍ

Sýningartímar á Óperudögum í Reykjavík eru:
- 27.okt kl 17 í Hörpuhorni
- 31.okt kl 12 á Kjarvalsstöðum
- 4.nóv kl 14 í Ráðhúsi Reykjavíkur

Frítt inn 

Um verkið: Ung kona gengur inn á skrifstofu með áætlun og viljann að vopni. Hún stefnir hátt og vill hjálpa sínu samfélagi en þarf fyrst að sannfæra bjúrókrata með kaffifíkn um að veita sér styrk.

Hversu langt er hún tilbúin að ganga til að fylgja þeirra reglum?

Listamenn:
Birgit Djupedal, tónskáld
Ingunn Lára Kristjánsdóttir, textahöfundur og leikstjóri
Dagur Þorgrímsson, tenór
Heiðdís Hanna Sigurðardóttir, sópran
Magnús Már Björnsson, bassi
Vera Hjördís Matsdóttir, sópran
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó
Kristín Þóra Pétursdóttir, klarínett
Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla

 

Gleym-mér-ei: Hádegistónleikar á Kjarvalsstöðum