Þorbjörg Daphne Hall, tónlistarfræðingur, segir frá doktorsrannsókn sinni sem hún hefur unnið að undanfarin ár við Háskólann í Liverpool undir leiðsögn Söru Cohen prófessors. Í rannsókninni fjallar Þorbjörg um hugmyndir um íslenskan hljóðheim í dægurtónlist 21. aldar þar sem sjálfsmynd þjóðar, ímyndir, landslag og náttúra skipa lykilhlutverk.Þorbjörg er þessa dagana að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína. 

Föstudaginn 8. mars kl. 12:45 - 13:45 í Fræðastofu 1, S304, Skipholti 31.

Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

--------------------------

Þorbjörg Daphne Hall er fagstjóri fræða og lektor í tónlistarfræðum við tónlistardeild Listaháskóla Íslands þar sem hún hefur starfað frá 2010 og hefur undanfarin ár stundað doktorsnám við Háskólann í Liverpool.  

Þorbjörg er ritstjóri bókarinnar Sounds Icelandic sem kom út hjá Equinox Publishing 2018 ásamt Nicola Dibben, Árna Heimi Ingólfssyni og Tony Michell. Hún er jafnframt ritstjóri bókarinnar Tónlistarkennsla á 21. öld ásamt Kristínu Valsdóttur og Ingimari Ólafssyni Waage sem kom út hjá Háskólaútgáfunni 2018. 

Hún vinnur jafnframt að stóru rannsóknarverkefni um íslenska jazztónlist (1930-2010) með Ásbjörgu Jónsdóttur. Niðurstöður þeirrar rannsóknar munu meðal annars birtast í The Oxford History of European Jazz (bindi II-V) sem mun koma út 2019-2022 hjá Oxford University Press.

Þorbjörg hefur gefið út greinar og haldið fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum um íslenska tónlist, tónlist og þjóðerniskennd, kvikmyndina Heima eftir Sigur Rós og um tónlist í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Hún hefur verið ritstjóri Þráða, tímarits tónlistardeildar LHÍ frá 2016.

----------------------------------

 

Thorbjörg Daphne Hall, who is currently completing a PhD in Music at the University of Liverpool, talks about her thesis, which addresses the idea of 'Icelandic sound' in contemporary, popular music through the lens of national idendity and image, landscape and nature. 

Friday, March 8th at 12:15pm. Free entrance - everybody welcome. The talk is in Icelandic. 

--------------------------

Thorbjörg Daphne Hall is Program Director and Assistant Professor of Musicology in the Department of Music at the Iceland University of the Arts in Reykjavík where she has been a member of staff since 2010. 

Thorbjörg is currently completing a PhD in Music at the University of Liverpool. 

She is also working on a large research project on jazz in Iceland (1930-2010) with Ásbjörg Jónsdóttir. Part of the output for that project will be published in The Oxford History of European Jazz (volume II-V) in 2019-2022 by Oxford University Press.

Thorbjörg is the co-editor of the book Sounds Icelandic which will be published by Equinox Press in 2018. She is also the co-editor of the book Music Education in the 21st Century which will be published by the Icelandic University Press in 2018. Hall has published and presented conference papers internationally on Icelandic Music, the Iceland Airwaves music festival, Icelandic music documentaries and on music in Christiania in Copenhagen, Denmark. She is the co-founder and editor of the journal Þræðir, published by the Iceland University of the Arts.