Hvernig er veðrið í dag? – Tónlist og skapandi hreyfing

 
 
Danssmiðja fyrir 5-7 ára börn.
Fullorðnir eru velkomnir með, smiðjan er sérstaklega áhugaverð fyrir starfsfólk og kennara í leikskóla.
 
 
Hvernig er veðrið í dag? er námsefni sem leggur áherslu á tónlist og skapandi hreyfistund í veðurþema fyrir kennara í leikskóla, ásamt fræðilegri greinargerð tengd efninu
.
Höfundur vonar að þetta námsefni veiti kennurum innblástur til að veita börnum tækifæri til að þróa tjáningarhæfni sína og sköpunargáfu í gegnum tónlist og skapandi hreyfingu.
 
Danssmiðjan er hluti af dagskrá útskriftarhátíðar Listaháskóla Íslands.
 
 
 
Kennari: Asako Ichihashi, útskriftarnemi frá listkennsludeild LHÍ.