Miðvikudaginn 30. janúar stendur Icelandic Startups í samvinnu við LHÍ fyrir hádegisfyrirlestri um nýsköpun og mikilvægi hönnunar í frumkvöðlafyrirtækjum á Íslandi. Fyrirlesturinn fer fram í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11 klukkan 12:15.

 
Á fyrirlestrinum verður verkefnið Til sjávar og sveita kynnt, en það er fyrsti viðskiptahraðallinn á Íslandi sem einblínir á nýjar lausnir og sjálfbærni í landbúnaði og sjávarútvegi.
 
Icelandic Startups er fyrirtæki sem aðstoðar frumkvöðla innan sem utan Íslands við að koma starfsemi sinni af stað auk þess að koma þeim í tengsl við fagaðila, fjárfesta, reynda frumkvöðla og aðra sérfræðinga.
 
 
Fulltrúar Icelandic Startups á fyrirlestrinum verða:
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir, danshöfundur og verkefnastjóri hjá Icelandic Startups
Jón Helgi Hólmgeirsson yfirhönnuður hjá frumkvöðlafyrirtækinu Genki Instruments sem mun deila reynslu sinni af því að starfa sem hönnuður í tæknifyrirtæki