Hilma Kristín Sveinsdóttir útskrifast frá tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands í vor og heldur útskriftartónleika sína fimmtudaginn 25. apríl kl. 20, í Stúdíó Sýrlandi, Vatnagörðum 4. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

Verkið „ég segi þér bara meira seinna“ er samið fyrir átta flytjendur og samanstendur af fimm lögum. Lögin eru sjálfstæðar einingar fyrir mismunandi samsetningar flytjendanna en öll unnin úr sama jarðvegi.

Samtímis flutningi „ég segi þér bara meira seinna“ verður flutningur á verkinu „tacet: extrinsic“ eftir Hildi Elísu Jónsdóttur, sem er jafnframt útskriftarverk hennar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands.

Flytjendur:
Hallveig Rúnarsdóttir
Hildur Elísa Jónsdóttir
Ingibjörg Elsa Turchi
Jakob van Oosterhout
Þórdís Gerður Jónsdóttir
Símon Karl Sigurðarson Melsteð
Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir

Hilma hefur stundað klassískt hljóðfæranám frá 7 ára aldri, með klarínettuna sem aðalhljóðfæri. Fyrst við DoReMí og síðar við Tónlistarskóla Kópavogs. Hún lauk BMus námi í klarínettuleik við LHÍ undir handleiðslu Ármanns Helgasonar vorið 2015. Í klarínettunáminu fékk hún mikið frelsi til að einbeita sér að flutningi og könnun nýrrar tónlistar sem varð kveikjan að tónsmíðaáhuganum.

Síðustu ár hefur Hilma stundað tónsmíðanám við Listaháskóla Íslands undir handleiðslu Atla Ingólfssonar. Samhliða því hefur hún stundað söngnám hjá Hallveigu Rúnarsdóttur, sungið í Hamrahlíðarkórnum í mörg ár, verið í starfsnámi hjá Jóhanni Jóhannssyni sumarið 2016, starfað sem klarínettukennari og tekið þátt í ýmiskonar tónlistarflutningi.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)