Söngbraut tónlistardeildar LHÍ efnir til glæsilegrar hádegistónleikaraðar á Kjarvalsstöðum haustið 2018.
Á hverjum tónleikum fléttast efnisskráin í kringum eitt tiltekið þema. Við sögu koma ástin og dauðinn, íslensk tónlist, kynusli í óperum, jafnréttisbarátta og söngleikja- og óperettutónlist. Einir tónleikarnir verða að auki haldnir í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík þar sem flutt verður kammeróperan Kornið eftir Birgit Djupedal en hún útskrifaðist úr mastersnámi í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2018.
Allir tónleikarnir fara fram á miðvikudögum klukkan 12:15.
Á tónleikum sem fram fara miðvikudaginn 14. nóvember verða flutt sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Ásgeirsson, Karl O. Runólfsson, Sigfús Einarsson, Tryggva M. Baldvinsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
- 10. október: Ástarljóð og aríur
- 17. október: Söngvar um dauðann
- 24. október: Áfram stelpur. Tónleikar á kvennafrídegi
- 31. október: Kornið. Kammerópera eftir Birgit Djupedal. Í samstarfi við Óperudaga í Reykjavík.
- 7. nóvember: Óperettur og söngleikir
- 14. nóvember: Íslensk tónlist
- 21. nóvember: Kynusli í óperum
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.
Yfirlit yfir vðburði tónlistardeildar LHÍ haustið 2018 með fyrirvara um breytingar