Anat Stern heldur opinn fyrirlestur í fyrirlestrarsal A, föstudaginn 20. apríl kl. 12:15. Fyrirlesturinn er opinn öllum og verður fluttur á ensku.

Anat Stern er bæði arkitekt og rannsakandi og starfar sem yfirhönnuður hjá Zaha Hadid Architects. Hún útskrifaðist með BA (Honours) gráðu frá Betzalel Academy í Jerúsalem og MA gráðu úr brautinni Design Research Laboratory frá Architectural Association árið 2003. 
Anat hefur um 18 ára reynslu sem arkitekt og hefur á þeim tíma unnið í Ísrael, Belgíu og Hollandi, Bretlandi. Einnig hefur hún unnið að akademískum störfum, en meðal annars kennur hún við Architectural Association og í Háskólanum í Westminster. Þá hefur hún starfað bæði við kennslu og sem gagnrýnandi í lokaverkum nemenda í háskólum á Bretlandi og í Ísrael.

Í starfi sínu hjá Zaha Hadid Architects hefur hún unnið að ýmsum alþjóðlegum verkefnum, þar á meðal í Kína, Austurlöndum nær, Ástralíu, Suður-Ameríku, Evrópu og á Bretlandi.

Um erindið Form to Fabrication / Zaha Hadid Architects

'This lecture will describe the pioneering architecture and the collaborative design processes of Zaha Hadid Architects through the lens of constructability. 
Encompassing Zaha Hadid’s visionary experimentation, the architecture of ZHA embodies the ambitions and complexities of scale, digital design systems and delivery of advanced architectural solutions, while exploring synergies between architectural articulation, engineering logics, sustainable practice and construction constraints.'