Frásögn um starfsnám í Sierra Leone

Í ársbyrjun ferðuðust þrír nemendur Listaháskólans, þau Guðrún Kolbeinsdóttir, Kamilla Michelle Rún Henriau og Þorlákur Jón Ingólfsson, til Sierra Lione. Þar stunduðu þau starfsnám í tvo mánuði og unnu með heimafólki við hin ýmsu verkefni.

Guðrún, Kamilla og Þorlákur segja hér frá ferðinni og starfsnáminu í Sierra Lione.

Kynningin fer fram miðvikudaginn 12. október klukkan 16:30 í fyrirlestrarsal A, Þverholti 11.
Öll velkomin!

 

Hæ! Við erum Guðrún, Kamilla og Láki og ætlum að fjalla um tveggja mánaða dvöl okkar í Sierra Leone, sem átti sér stað í byrjun árs. Við munum fara inn á svið hönnunar og arkitektúrs og hvaðeina sem tengist hversdagsleikanum þar úti.
Vonumst til að sjá sem flest
 
279346691_5229072380471579_4047205193446318546_n.jpeg