Einkasýning Sólbjartar Veru Ómarsdóttur opnar fimmtudaginn 7. nóvember  kl. 17:00 – 19:00 í Naflanum, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

HERMIR

Ekki hægt að spila golf

Ef það er engin kylfa, þá er ekki hægt að spila golf. Ef það er engin hola, þá er ekki hægt að spila golf, það skiptir ekki máli hversu stór grasflöturinn er, eða hversu margar golfkúlur þú ert með, ef það er engin kylfa og engin hola, þá er ekki hægt að spila golf.

Gervigras, golfkúla og tí.

Í verkinu rannsaka ég eiginleika þessara hluta, samskiptin sem eiga sér stað á milli þeirra og hvað gerist þegar þeir koma saman á ólíkan máta. Samskipti hlutanna bera í sér möguleika á nýjum og óvenjulegum golf leik, þar sem við erum áhorfendur en ekki þátttakendur.

Afsteypur

Þegar afsteypa af hlutnum er mótaður myndast togstreita og óvissa á milli eftirhermunnar og upprunalega hlutarins. Ég skoða getu hlutanna til þess að mynda tengsl við eftirhermur af sjálfum sér og velti fyrir mér togstreitunni á milli þeirra.

Tilvist hlutanna

Í uppstillingu verksins geri ég tilraun til þess að sannfæra eftirhermuna og upprunalega hlutinn um að finna sameiginlegan flöt á tilvist sinni.

Ef gervigrasið, golfkúlan og tíið finna leið til þess, getur nýi, þvervídda golf leikurinn hafist.

Á tímabilinu 4. október - 29. nóvember stendur yfir röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Á hverjum fimmtudegi frá 3. október - 21. nóvember opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð. Opnanir eru frá kl. 17 - 19 á fimmtudögum.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist