Einkasýning Ástríðar Jónsdóttur opnar 30. nóvember kl. 17:00 – 18:00 í Huldulandi, Laugarnesvegi 91. Sýningin er í röð einkasýninga nemenda á 3. ári í myndlist.

ATH vegna núverandi ástands verður sýningin aðeins aðgengileg almenningi í gegnum beint streymi á vefnum kl. 17:30 sem nálgast má HÉR.

Marblettur, sólstofa

Vissir þú að vatnsblettir verða til þegar vatn ýtir skítnum út til hliðanna? Hreinn blettur á skítugum grunni. Þegar ég gúgglaði vatnsbletti fékk ég bara upp margar síður af ráðleggingum um það, hvernig eigi að losna við þá.

Á tímabilinu 1. október - 30. nóvember stendur yfir röð einkasýninga BA nemenda á 3. ári í myndlist, alls 24 sýningar.

Í hverri viku opna í senn þrjár einkasýningar á mismunandi sýningarstöðum í Listaháskólanum í Laugarnesi; í Kubbnum á 2. hæð, í Naflanum sem er inni í miðju skólans á 1. hæð og í Huldulandi sem staðsett er norðanmegin á 1. hæð.

Facebook viðburður / Allar einkasýningar 3. árs nema í myndlist