Útskriftartónleikar Davíðs Sighvatssonar Rist úr skapandi tónlistarmiðlun fara fram í Tjarnarbíói miðvikudaginn 1. maí kl. 19. Öll velkomin og aðgangur ókeypis.

Í lokaverkefni sínu sameinar Davíð mismunandi listform við frumsamda tónlist sína. Davíð vann ásamt leikurum, dönsurum og vídeólistamanni og byggði á verkefnum sem hann unnið ásamt hópum sem ekki fást við listgreinar sem aðalstarf eða áhugamál.

Davíð hóf tónlistarnám sjö ára gamall og hefur lært á fjölmörg hljóðfæri í gegnum árin. Við Tónlistarskóla Ísafjarðar lærði hann á harmonikku, gítar, saxófón, píanó og klassískan söng. Haustið 2015 hóf hann nám í tónsmíðum við LHÍ en hefur síðustu tvö ár lært skapandi Tónlistarmiðlun með áherslu á laga- og textasmíði undir handleiðslu Péturs Ben og Sóleyjar Stefánsdóttur. 

Á haustönn 2018 fór Davíð í skiptinám til Falmouth University í Englandi þar sem hann lærði Popular Music.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)