Útskriftarverk Bjarka Hall af tónsmíðabraut tónlistardeildar LHÍ verður flutt á tónleikum í Salnum í Kópavogi, miðvikudagskvöldið 8. maí kl. 20. Á sömu tónleikum verða einnig flutt útskriftarverkefni  Magna Freys Þórissonar . Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.

„Útskriftarverkið mitt er afrakstur rannsókna á míkrótónum og nýrra möguleika sem bjóðast flytjendum og tónskáldum á nýrri tækniöld. Í verkinu er skeytt saman auðstillanlegum hljóðfærum (blásturs- og strengjahljóðfærum) og torstillanlegum hljóðfærum (píanóum).

Sjö endurforrituð hljómborð munu liggja eftir endilöngu sviðinu og spanna þar í sameiningu sjö áttundir venjulegs hljómborðs. Þar mun hver píanisti hafa 72 jafndreifða tóna í hinni heyranlegu áttund í stað 12, svo þeir hafa tök á því að spila áður sjaldheyrða tóna, áferðir og liti á hinu nýja og sameiginlega risavaxna píanói.“
BH

Bjarki Hall útskrifast í vor með B.A. gráðu af tónsmíðabraut Listaháskóla Íslands undir leiðsögn Einars Torfa Einarssonar og Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar.
 
Sem sonur tveggja tölvunarfræðinga hefur hann haft aðgang að tölvum frá blautu barnsbeini. Það var þannig sem hann gat fikrað sig áfram á píanóforrit og lesið sér til um tónlist upp á eigin spýtur, því lítið var um tónlistarþekkingu í ættinni. Upp úr menntaskóla hafði hann sankað að sér öllum þeim fróðleik sem honum gat dottið í hug frá þeim vinum hans sem stunduðu tónlistarnám. Hann æfði sig á sama tíma í tónheyrn og útvegaði sér hin ýmsu hljóðfæri, sem hann er líka sjálflærður á.
 
Eftir menntaskóla lauk hann B.S. gráðu í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og sótti að því loknu um háskólanám í tónlist, sem hafði verið draumur hans í mörg ár. Með náminu hefur hann öðlast meiri reynslu og þekkingu á sviði tónlistarinnar og verður gaman að sjá hvernig það mun nýtast honum í komandi framtíð.

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)