Einkasýning Öldu Ægisdóttur Börn Babýlons opnar 16. nóvember kl. 17:00-19:00 í Naflanum, Laugarnesi.
 
Gefðu frá þér
eitthvað sem skiptir máli
holdið og barnið
lífið er hverfullt
gefðu eftir
Við æxlumst eins og blóm
en ástin er fórn
því ég er aðskilin þér
þar til við rennum saman
eins og regndropar
sem falla í hafið
 
bornbabylo_alda_aegisdottir.jpg
Sýningin er partur af einkasýningaröð BA nemenda á þriðja ári í myndlist sem fara fram á tímabilinu 28. september - 16. nóvember 2023.
Einkasýningar nemenda er liður í námskeiðinu Vinnustofur prófessora í umsjón Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur. Kennarar Hekla Dögg Jónsdóttir og Sindri Leifsson.
 
Nánari upplýsingar um einkasýningaröðina má finna HÉR.
Viðburðurinn á Facebook.