Arngunnur Árnadóttir er fædd í Reykjavík árið 1987. Hún byrjaði að læra á klarínettu átta ára gömul hjá Hafsteini Guðmundssyni. Síðar lærði hún hjá Kjartani Óskarssyni við Tónlistarskóla Reykjavíkur og Einari Jóhannessyni við Listaháskóla Íslands. Hún stundaði framhaldsnám við Hochschule für Musik “Hanns Eisler” í Berlín hjá Ralf Forster og Wenzel Fuchs og útskrifaðist þaðan með hæstu einkunn sumarið 2012.

Arngunnur hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, meðal annars sem sem sigurvegari í einleikarakeppni SÍ og Listaháskóla Íslands. Hún hefur flutt kammermúsík í Berlín, Amsterdam, London og á Íslandi, þ.á.m. á vegum Kammersveitar Reykjavíkur og á Podium Festival. Auk klassískrar tónlistar hefur Arngunnur leikið dægurtónlist með hljómsveitunum Hjaltalín og Samaris.

Frá árinu 2012 hefur Arngunnur starfað sem fyrsti klarínettuleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Masterklassinn er haldinn laugardaginn 7. mars frá kl. 14.00- 16.30 í Sölvhóli.

Við píanóið er Aladar Rácz