Föstudaginn 26. júní kl. 18 munu nemendur í námskeiðinu Óperusöngvarinn sýna afrakstur vinnu sinnar „Aríur í rými“,
Sýningin fer fram í Stóra Blackboxinu (L223) í Listaháskólanum, Laugarnesvegi 91.
Frítt inn. 
 
Á námskeiðinu, sem er samstarfsverkefni sumarnáms Listaháskólans og Söngskóla Sigurðar Demetz, hafa nemendur unnið með eina aríu með það í huga að undirbúa áheyrnarprufur. Þau hafa kafað í verkefni sín og unnið þverfaglega út frá leiktækni, líkama og söngtækni. Þau hafa fengið að kynnast ýmsu um „bransann“ hvernig hann virkar og hver þróunin er. 
Spurningum á borð við; hvernig hægt er að vinna með og tileinka sér texta á ólíkum tungumálum? Hvernig virka umboðsmannakerfi? svarað. Nemendur hafa einnig fengi þjálfun í fyrirsöng fyrir skóla, óperuhús og farið yfir undirbúning í  þátttöku í keppnum. Þau hafa prófað að fara í áheyrnarprufu og að sitja í dómnefnd.
Í lok námskeiðs hafa nemendur svo unnið með leikstjóra að sviðsetningu aríunnar.
 
Leiðbeinendur og fyrirlesarar námskeiðsins eru Antoníu Hevesi, Bjarni Snæbjörnsson, Dísella Lárusdóttir, Bjarni Thór Kristinsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Gunnar Guðbjörnsson og Þóra Einarsdóttir.