Verkið „gangatúr“ eftir Andrés Þór Þorvarðarson verður flutt í Gerðarsafni, Kópavogi, miðvikudaginn 1. maí kl. 17. Flytjendur eru Sólrún Ingimarsdóttir, María Sól Ingólfsdóttir, Sigurlaug Björnsdóttir og Símon Karl Sigurðarson Melsteð. Öll velkomin - aðgangur ókeypis en tónleikarnir eru hluti af Útskriftarhátíð LHÍ.

„Hefur þú staðið í rými og hugsað um hvað fékk þig til þess að standa einmitt á blettinum sem þú stendur á. Hvað þýðir það að standa þarna og hvaða áhrif hefur það á þig? Ertu að haga þér öðruvísi heldur en ef þú stæðir einhvers annars staðar? Ertu að hlusta öðruvísi á það sem þú heyrir. Ertu einu sinni að hlusta?

Verkið „gangatúr“ er fyrir fjóra flytjendur. Sólrúnu, Maríu Sól, Sigurlaugu og Símon en þau byrja öll á stafnum S.

Andrés elskar vini sína og finnst leiðnlegt að búa á völlunum, Hafnarfirði. Hann tekur oftast strætó en stundum verður hann að vera á bíl, ef hann þarf að róta alls konar hljóðfærum. Hann trúir því að tónlist sé galdur og óútskýranlegt afl.“

Útskriftartónleikar LHÍ vorið 2019

Fimmtudagur 25. apríl í Stúdíó Sýrlandi
20:00 Hilma Kristín Sveinsdóttir, tónsmíðar (BA)

Þriðjudagur 30. apríl í Salnum í Kópavogi
18:00 Solveig Óskarsdóttir, söngur (B.Mus)
19:30 Alicia Achaques, söngur (B.Mus)
21:00 Snæfríður María Björnsdóttir, söngur (B.Mus)

Miðvikudagur 1. maí í Gerðarsafni
17:00 Andrés Þór Þorvarðarson, tónsmíðar (BA)

Miðvikudagur 1. maí í Tjarnarbíói
19:00 Árni Freyr Jónsson, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
20:00 Davíð Sighvatsson Rist, skapandi tónlistarmiðlun (BA)
21:00 Sara Blandon, skapandi tónlistarmiðlun (BA)

Fimmtudagur 2. maí í Salnum í Kópavogi
18:00 Una María Bergmann, söngur (B.Mus)
20:00 María Sól Ingólfsdóttir, söngur (B.Mus)

Föstudagur 3. maí i Salnum í Kópavogi
17:30 Eliška Helikarová, söngur (B.Mus)
19:00 Sandra Lind Þorsteinsdóttir, söngur (B.Mus) 
20:30 Sigríður Salvarsdóttir, söngur (B.Mus)

Laugardagur 4. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Sigrún Mary McCormick, víóla (B.Mus.Ed)
20:00 Anna Þórhildur Gunnarsdóttir, píanó (B.Mus)

Sunnudagur 5. maí í Langholtskirkju
15:00 Þorvaldur Örn Davíðsson, tónsmíðar (MA)

Sunnudagur 5. maí í Salnum í Kópavogi
17:00 Christian Öhberg & Svetlana Veschagina, tónsmíðar (MA)
20:00 Agnes Eyja Gunnarsdóttir, fiðla (B.Mus)

Þriðjudagur 7. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Steina Kristín Ingólfsdóttir, víóla (B.Mus)

Miðvikudagur 8. maí í Salnum í Kópavogi
20:00 Bjarki Hall, tónsmíðar (BA)
Magni Freyr Þórisson, tónsmíðar (BA)